Dagskrá Reykhóladaga 2020
Reykhóladagar eru 24. - 26. júlí.
Í tilefni af bæjarhátíðinni verður Grettislaug opin þessa daga milli kl. 08:00 og 21:00
Föstudagur 24. júlí:
13:00 Hestar fyrir börn, við Báta- og hlunnindasýninguna. Hægt að fara á hestbak, ýmist í stutta reiðtúra eða teymt undir.
16:00 Söguganga með Dalla: Sannar sögur, lygasögur og gisk. Gengið niður að Langavatni eftir fuglaskoðunarleiðinni. Eftir sögustund við Einireyki verður hægt að halda til baka sömu leið eða ganga hringinn í kringum Langavatn. Ekki missa af þessu, þetta verður sögulegt!
18:00 Formleg afhenting á ærslabelg og stuð í Hvanngarðabrekku.
Froðurennibraut, söngvakeppni barna og laser tag mót. Boðið upp á súpu.
Lasertagmót: 4 í hverju liði, skráning hjá Jóhönnu á johanna@reykholar.is.
20:00 Pub quiz
Skíta stemmning á Hlunnó!
Pólitíkin mun standa fyrir viðburði á báta og hlunnindasyningunni. Þetta ku vera pubquiz í leiðinlegri kantinum sem ber yfirheitið erjur og almenn leiðindi.
Það verða engin tilboð á barnum en 10% aukaálagning á bjór verður á milli kl. 10-11 á svokölluðum unhappy hour! Hægt verður að kaupa 3 bjóra á verði 2ja allt kvöldið!
Aukastig verða gefin í pub quizinu fyrir:
-Að leiðrétta málfar.
-Að benda á stafsetninga villur.
-Að koma með langa bókun til að mótmæla “réttu” svari.
Vonum að við sjáum sem fæsta.
En þeir sem ætla að þrjóskast til að mæta engu að síður, munið eftir fúla skapinu!
Húsið opnar 19:30 18 ára aldurstakmark.
21:30 Gaddi og Rakel tónlistaratriði á Báta- og hlunnindasýningunni. Frítt inn, 18 ára aldurstakmark.
Laugardagur 25. júlí:
10:00 Reykhóladagahlaupið: Ræst kl. 9:30 frá Bjarkalundi og hlaupið inn á Reykhóla og endað við Grettislaug. Ræst í styttri vegalengdir við Grettislaug kl. 10:00. Þar er hlaupið út Reykjanesið þar sem verða merkingar á kílómeters fresti og þátttakendur ákveða sjàlfir vegalengd sína :)
Hægt er að fá far inn í Bjarkalund, bílar leggja af stað frá Grettislaug kl. 09:00. Gott væri að fá skráningu hjá þeim sem vilja fá far. Senda sms í síma 6982559.
Skráning á staðnum. Þátttakendur í styttri vegalengdum taka sinn tíma sjálfir. Medalía og frítt í sund fyrir hlaupara að hlaupi loknu.
12:00 Súpukeppni á Litlu-Grund: Systurnar Ásta Sjöfn og Silvía munu takast á í æsispennandi kjötsúpukeppni. Vegfarendur geta komið og fengið tvær tegundir af dýrindis kjötsúpu og dæmt um hvor systirin gerir betri súpu.
14:00 Dráttavélarnar verða að sjálfsögðu á sínum stað á Reykhóladögum og að þessu sinni í hátíðarskapi því Farmall A á Íslandi fagna hvorki meira né minna en 75 ára afmæli. Byrjað verður að vanda með skrúðgöngunni í gegnum þorpið. Þar á eftir verður dráttarvélafimin og læðutogið á sínum stað. 25 ára aldurstakmark er í dráttarvélafimina en 15 í læðutogið.
17:00 Þarabolti: Íslandsmeistaramótið í Þarabolta verður að sjálfsögðu á sínum stað. Eins og áður þá eru leikreglur þannig að 14 ára og eldri mega taka þátt. 5-6 í hverju liði, 5 spila inni á vellinum í einu frá hvoru liði. Bannað er að vera í skóm í keppninni. Subbulegur en skemmtilegur fótbolti.
Gott er að vera búinn að skrá liðin hjá Jóhönnu í síma 698-2559.
18:30 Tónlistaratriði og súpa á Báta- og Hlunnindasýningunni. Diana Sus er tónlistar og leikkona frá Lettlandi sem rataði fyrir röð tilviljanna til Akureyrar þar sem hún býr nú og lærir skapandi tónlist. Soul, blús, indie og hafmeyjur.
Verð:
Tónlist með Diana Sus: 1500
Tónlist, fiskisúpa og rúgbrauð: 3500
Fiskisúpa og rúgbrauð: 2200
Frítt fyrir börn undir 12 ára.
Athugið að súpan verður framreidd á meðan birgðir endast.
20:00 Garðpartý í Hvanngarðabrekku með Steinda og Audda. Hátíðardagskrá verður í Hvanngarðabrekku. Brekkusöngur, íbúi ársins og oddvitagrín verða að sjálfsögðu á dagskrá. Brekkusöng stjórna Gaddi og Ingimar. Skemmtiatriði eru velkomin á dagskrána og ef einhverjir eru með gamanmál eða stutt skemmtiatriði þá má setja sig í samband við Jóhönnu. Veislustjórar eru Auðunn Blöndal og Steindi Jr.
Á Báta- og hlunndindasýningunni á laugardeginum mun Jói í Skáleyjum vera með kynningu á vinnubrögðum við netagerð og dúnhreinsun. Jafnframt mun Hafliði Aðalsteins vera á svæðinu til að spjalla við gesti og gangandi. Hægt að kaupa vöfflur allan daginn.
Sunnudagur 26. júlí:
Dagskrá í Króksfjarðarnesi:
11:00 Gengið upp á Neshyrnu, skíðafélag Strandamanna leiðir gönguna.
13:00 Kassabílarallý
14:00 Nikkolína og Kaffihlaðborð, 1500 kr fyrir fullorðna og 1000 kr fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, frítt fyrir krakka yngri en 6 ára.