Dagskrá Reykhóladaga í dag, föstudag
15:00 Kassabílarall
Nú er tilvalið að finna tíma til að græja kassabíl. Frábær samverustund fyrir foreldra og börn að græja bílinn. Skráning í keppnina er á staðnum og í hverju liði eru einn hlaupari og einn ökumaður. Aldur hlauparans ræður því í hvaða flokki liðið er, svo sem 10-14 ára eða 9 ára og yngri. Ökumenn mega vera á öllum aldri. Fyrstu keppendurnir munu byrja kl 15.
Hjálmur á höfuð er algjört skilyrði og fær enginn að taka þátt sem ekki er með hjálm.
Hvar: Á Hellisbrautinni
Umsjónarmenn: Jóhanna og Styrmir
17:00 Þarabolti
Þaraboltinn fer fram að vanda kl. 17:00 á föstudaginn. Leikreglur eru þannig að 14 ára og eldri mega taka þátt. 5-6 í hverju liði, 5 spila inni á vellinum í einu frá hvoru liði. Bannað er að vera í skóm í keppninni. Subbulegur en skemmtilegur fótbolti.
Gott er að vera búinn að skrá liðin hjá Örvari í síma 865-3013. Tekið skal fram að þetta er fyrsti viðburðurinn á nýjum fótboltavelli.
Hvar: Á nýja fótboltavellinum
Umsjónarmaður: Örvar Ágústsson
19:00 Pub Quiz á Hlunnó
Á hlunnindasýningunni munum við verða með Pub Quiz kl. 19:00. Aðgangur er ókeypis, 18 ára aldurstakmark og mun þemað vera sjónvarpsþættir og kvikmyndir.
Hvar: á Hlunnindasýningunni
Umsjón: Jóhanna Ösp og Jamie Lee
22:00 Myrra Rós - tónleikar í Sjávarsmiðjunni
Myrra Rós er íslenskt söngvaskáld sem nýlega gaf út sína þriðja breiðskífu Thought Spun. Stíllinn hennar er persónulegur og frekar dimmur, en aldrei erfiður. Þægilegi norræni treginn er aldrei langt undan – vongóða melankólían – og Myrra Rós er vel að sér í að dáleiða áhorfendur sína með rödd sinni og viðkvæmum harmóníum. Aðgangseyrir 1000 krónur.
Hvar: í Sjávarsmiðjunni
Umsjón: Kristín Ingibjörg Tómasdóttir