Dagskrá Reykhóladaga í dag, laugardag...
10:00 Litadýrðarhlaup Reykhóladaga
Ræst kl. 10:00 frá Bjarkalundi og hlaupið út að Reykhólum og endað við Grettislaug. Ræst í styttri vegalengdir við Grettislaug kl. 11:00. Þar er hlaupið út Reykjanesið þar sem verða merkingar á kílómeters fresti og þátttakendur ákveða sjàlfir vegalengd sína :)
Umsjón: Jóhanna Ösp
13:00 Dráttarvélaakstur
Þetta er tíunda árið sem dráttarvélarsýning er á Reykhóladögum. Upphafsmaðurinn, Guðmundur Ólafsson, hefur séð um skipulagningu frá upphafi. Keppt verður í akstursleikni eins og áður.
Í framhaldi af dráttarvélakeppninni verður svo Læðutog.
Frægasti sjónvarpsbíll Íslands, Læðan, á lögheimili á Litlu Grund. Annað árið í röð verður svokallað Læðutog þar sem hraustir einstaklingar fá tækifæri til þess að draga þennan heimsfræga bíl á Íslandi 10 metra.
Hvar: Á túninu við Hlunnindasýninguna
Umsjónarmenn: Snillingarnir á Grund
15:00 á Báta- og hlunnindasýningunni
Jóhannes Geir Gíslason mun sýna hvernig á að útbúa selanet og hvernig á að hreinsa æðardún. Allan daginn verða kaffiveitingar til sölu á sýningunni.
15:00 Markaður í íþróttahúsinu
Markaður í íþróttahúsinu þar sem einstaklingar og félög selja varning sinn.
Mælt er með því að fólk komi með seðla.
Lions styrkir einnig sjálfsvarnarsýningu á markaðnum, sjón er sögu ríkari.
Kíkið við og gerið kaup aldarinnar!!!
16:00 Rjómatertuuppboð á markaðnum í íþróttahúsinu,
en að þessu sinni verður hægt að bjóða í rjómatertur til að grýta oddvita á meðan ávarpið stendur yfir.
Allur ágóði af rjómatertuuppboðinu mun renna til Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólum. Rjómatertuuppboðið mun fara fram kl. 16:00 á markaðnum í íþróttahúsinu, ekki missa af að næla þér í rjómatertu og fá að henda tertu í oddvita.
16:30 Karnival í Hvanngarðabrekkunni
Hið árlega karnival verður að sjálfsögðu á sínum stað. Veltibíllinn mætir á svæðið og fer í fleiri hringi en í fyrra. Flottir hoppukastalar verða settir og nýjungin bubbleboltar.
o.fl. o.fl.
18:00 Dimmalimm á Báta og hlunnindasýningunni
Kómedíuleikhúsið sýnir barnaleikritið sívinsæla Dimmalimm á Reykhóladögum.
Miðaverð aðeins: 2.500.- krónur.
Posi á staðnum.
18:40 – 20:00 Hlé á dagskrá
Tilvalinn tími til að grilla og hafa notalegt.
20:00 Kvöldvaka
Brekkusöngur að hætti Garðars og Ingimars.
Verðlaunaafhending.
Síðast en ekki síst verður hið hefðbundna Ávarp Oddvita. En að þessu sinni verður hægt að grýta oddvita með rjómatertum á meðan ávarpið stendur yfir.
21:00 Barnaball
Barnaball fer fram í íþróttahúsinu. Hljómsveitin Mannamót mun leika fyrir dansi á ballinu og halda uppi fjöri. Aðgangseyrir er 1000.- krónur fyrir börn, foreldrar fá frítt inn sem fylgdarmenn barna sinna. Eitt glow stick fylgir hverjum seldum miða.
Getur verið gott að senda yngri börn með heyrnahlífar eða eyrnatappa.
21:00 Sundlaugarpartý
Sundlaugarpartý fyrir 13-17 ára. Dj Ragga Hólm mun þeyta skífum í trylltu partýi. Aðgangseyrir er 1000.- krónur.
23:00 Dansleikur
Hljómsveitin Mannamót mun leika fyrir dansi í íþróttahúsinu. Gestasöngkona verður okkar eigin Lovísa Ósk Jónsdóttir og mun hún syngja nokkur vel valin lög með hljómsveitinni. Miðaverð á ballið er 2500.- krónur. 18 ára aldurstakmark.