Tenglar

26. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Dagskrá Reykhóladaganna 2013

Byggðar- og héraðshátíðin Reykhóladagar hófst síðdegis í gær með kvikmyndasýningum og kaffihúsi og núna verður stanslaus dagskrá fram á sunnudag. Frá dagskránni sem upphaflega var birt hefur orðið sú eina breyting, að við bætist sýning í Reykhólaskóla þar sem hægt er að kynna sér starf Sambands breiðfirskra kvenna í tilefni 80 ára afmælis sambandsins. Sýningin er opin kl. 14-16 í dag og á morgun (föstudag og laugardag). Veðurspáin í dag og á morgun er óneitanlega góð: Hæg breytileg átt og þokubakkar, en birtir til að deginum. Hiti 10 til 20 stig síðdegis, svalast úti við sjóinn.

 

Varðandi heimboð í súpu og annað góðgæti í dag og á morgun, sjá næstu frétt hér á undan. Jafnframt skal minnt sérstaklega á hátíðarkvöldverðinn á kvöldskemmtuninni í íþróttahúsinu annað kvöld. Matreiðslumaður og höfundur matseðilsins er Hafliði Halldórsson frá Ögri við Ísafjarðardjúp, formaður Klúbbs matreiðslumeistara. Matseðilinn má sjá hér.

 

 

Dagskrá Reykhóladaganna er þessi:

 

Föstudagur 26. júlí

 • Kl. 10-11 Börnum boðið á hestbak á hestunum ljúfu við Báta- og hlunnindasýninguna.
 • Kl. 11.30-13.30 Boðið heim í súpu og annað góðgæti.
 • Kl. 13.30 Fyrirlestur á Báta- og hlunnindasýningunni um frönsku fiskimennina og veru þeirra hér við land.
 • Kl. 14-16 Sýning í Reykhólaskóla úr starfi Sambands breiðfirskra kvenna í tilefni 80 ára afmælis sambandsins.
 • Kl. 14.30 Kassabílakeppni, skráning í netfanginu reykholar2013@gmail.com eða á staðnum. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegasta bílinn, flottustu tilþrifin og besta aðstoðarmanninn.
 • Kl. 16 Þrautabraut hverfanna. Fulltrúar allra hverfa (lita) mæta og keppa í skemmtilegri þrautabraut. Fulltrúar hverfanna eiga að vera fjórir – keppt er í þrautum er reyna á gáfur og krafta. Veitt eru verðlaun fyrir besta liðið, bestu hvatninguna, bestu búningana og frumlegustu tilþrifin. Þrautin verður í Hvanngarðabrekku – liðin mæta á staðinn – gaman væri að sjá skrúðgöngu hverfanna á staðinn til að efla liðsandann.
 • Kl. 18 Grill í Hvanngarðabrekku á Reykhólum. Hér mæta allir með sitt á grillið. Hér er maður manns gaman! Hrefna Jónsdóttir mætir með gítarinn.
 • Kl. 20 Spurningakeppni Reykhóladaga í íþróttahúsinu. Þrír eru í hverju liði. Skráning á reykholar2013@gmail.com eða í síma 691 6960 til kl. 22 fimmtudaginn 24. júlí. Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson frá Stað og aðstoðarkona hans verður eins og áður sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Laugardagur 27. júlí

 • Kl. 10 Þarabolti í Hvanngarðabrekku. Skráning á reykholar2013@gmail.com eða í síma 691 6960. Nú er um að gera að mæta og taka þátt í skemmtilegri keppni. Þeir sem ekki keppa mæta til að hvetja og styðja við sitt lið.
 • Kl. 11.30-13 Boðið heim í súpu og annað góðgæti. Hér þarf liðsinni frá sveitungum. Skráið ykkur endilega á reykholar2013@gmail.com eða í síma 691 6960.
 • Kl. 13 Akstur dráttarvéla um Reykhóla. Þessar dráttarvélar hafa séð tímana tvenna og sumar þrenna.
 • Kl. 14 Hin árlega dráttarvélafimi verður á sínum stað við Báta- og hlunnindasýninguna. Dráttarvélar og ökumenn verða að vera 25 ára eða eldri. Grundarbræður sjá til þess að allt fari vel fram. Skráning á staðnum. Kvenna- og karlariðlar.
 • Kl. 14-16 Sýning í Reykhólaskóla úr starfi Sambands breiðfirskra kvenna í tilefni 80 ára afmælis sambandsins.
 • Kl. 15.30 Keppni í baggakasti. Reglur: Án atrennu, standa í báða fætur, halda í bönd og kasta. Keppnin fer fram fyrir framan Reykhólaskóla. Veitt verða verðlaun fyrir lengsta kastið sem og bestu tilþrifin.
 • Kl. 16 Baksturskeppni. Hver bakar bestu kökuna er inniheldur rabbarbara? Þeir sem vilja taka þátt mæta með kökuna í matsal Reykhólaskóla kl. 13. Kökurnar verða í umsjón Kvenfélagsins þar sem hægt verður að smakka þær og greiða þeim atkvæði. Verðlaun veitt fyrir bragðbestu kökuna og þá útlitsflottustu.
 • Kl. 12-16.30 Markaður í matsal Reykhólaskóla. Básapantanir á reykholar2013@gmail.com eða í síma 691 6960.
 • Kl. 13-16.30 Kvenfélagið Katla verður með kaffisölu og léttar veitingar í matsal Reykhólaskóla.
 • Kl. 13-15.45 Hoppukastalar fyrir utan Reykhólaskóla.
 • Kl. 16 Ævintýraleikritið um Búkollu í Hvanngarðabrekku í flutningi Kómedíuleikhússins.
 • Kl. 16.45 Krakkafjör í umsjón Elínar Sveins og Katarinu Ingu í Hvanngarðabrekku.
 • Kl. 17.30 Pylsupartí í Hvanngarðabrekku með Ingvari Jónssyni skemmtikrafti.
 • Kl. 20 Kvöldskemmtun í íþróttahúsinu, húsið opnað kl. 19. Veislustjóri er Ingvar Jónsson skemmtikraftur og fyrrverandi söngvari Papanna. Hafliði Halldórsson matreiðslumaður frá Ögurkaffi / Ögurtravel hefur umsjón með kvöldverðinum. Miðapantanir í netfanginu reykholar2013@gmail.com eða síma 691 6960. Forsala í Reykhólaskóla fram til kl. 18 fimmtudaginn 25. júlí. Nánari tímasetningar verða birtar vikuna fyrir skemmtunina á Facebooksíðu daganna, vefnum www.visitreykholahreppur.is og hér á Reykhólavefnum. Verð á kvöldskemmtunina í forsölu er kr. 5.000. Við innganginn er miðaverð kr. 5.500.
 • Kl. 23-03 Dansleikur í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Nýja band keisarans. Aldurstakmark 18 ár. Miðaverð er kr. 2.000 ef aðeins er farið á dansleikinn. Annars innifalið í miðaverði á kvöldskemmtunina.

Sunnudagur 28. júlí

 • Kl. 11-13 Fjör í Grettislaug.
 • Kl. 12-13 Söguganga um Reykhóla – nánar auglýst síðar!
 • Kl. 14 Léttmessa í Reykhólakirkju. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, organisti Viðar Guðmundsson, hugvekju flytur Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur. Hrefna Jónsdóttir og franski tónlistarmaðurinn Oliver spila og syngja. Að léttmessu lokinni verða léttar veitingar í boði.
 • Kl. 15.30 Leikrit um Sigvalda Kaldalóns í flutningi Kómedíuleikhússins í setustofunni í Barmahlíð.

Þjónusta

 • Verslunin Hólakaup á Reykhólum. Opið kl. 10-22 alla daga í sumar.
 • Handverks-, nytja- og bókamarkaður Össu í Króksfjarðarnesi (gamla Kaupfélagshúsinu). Opið kl. 12-18 alla daga í sumar.
 • Grettislaug á Reykhólum. Opið kl. 12-22 virka daga og kl. 10-20 um helgar.
 • Hótel Bjarkalundur (www.bjarkalundur.is). Veitingastaðurinn er opinn alla daga til kl. 21 og sjoppan til kl. 23.
 • Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum. Opið kl. 11-17 virka daga og kl. 11-18 um helgar. Kaffihúsið Bátakaffi er inni á sýningunni. Þar verður á Reykhóladögum sýning Maríu Óskarsdóttur á Patreksfirði, sem ber heitið Frönsku fiskimennirnir á faraldsfæti. Sýningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
 • Upplýsingamiðstöð ferðafólks er í anddyri Báta- og hlunnindasýningarinnar.
 • SjávarSmiðjan á Reykhólum (www.sjavarsmidjan.is). Opið kl. 14-18 og eftir samkomulagi.
 • Eyjasigling (www.eyjasigling.is). Sigling út í Breiðafjarðareyjar alla daga hátíðarinnar sem og alla aðra daga í júlí.
 • Ólafsdalur (www.olafsdalur.is). Opið daglega kl. 13-17.
 • Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum (www.erpsstadir.is). Verslunin í fjósinu er opin alla daga kl. 13-17.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31