Tenglar

1. júlí 2012 |

Dagskrá Reykhóladaganna nánast frágengin

Felix Bergsson heldur pylsupartí og annast veislustjórn.
Felix Bergsson heldur pylsupartí og annast veislustjórn.

Dagskrá héraðshátíðarinnar Reykhóladaga 2012 er að mestu frágengin. Hátíðin verður að þessu sinni 26.-29. júlí eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Dagskráin er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, jafnt ungir sem gamlir og bæði heimafólk og gestir, sem vonandi taka þessa daga frá til að koma í heimsókn. Hugsanlegt er að einhverjar smávægilegar breytingar verði á dagskránni og einhverjir atburðir bætist við, en hún ætti að liggja fyrir í endanlegri mynd um miðjan mánuðinn.

 

Dagskrána er að finna hér (pdf, tvær síður). Þess má geta, að Felix Bergsson verður með pylsupartí í Hvanngarðabrekku síðdegis á laugardeginum og síðan verður hann veislustjóri á kvöldskemmtuninni í íþróttahúsinu á Reykhólum.

 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, sunnudagur 01 jl kl: 20:43

Velunnarar Reykhólahrepps og Reykhóladaga: Deilið þessu sem allra víðast - á Facebook og annars staðar.

Gulla (á Gróustöðum), sunnudagur 01 jl kl: 21:59

Hvers vegna eru bara krakkar hvattir til að mæta í þemalitum sinna svæða? Ættu ekki allir úr sveitarfélaginu að mæta í þeim ef það gefst kostur á því?

Harpa Eiríksdóttir, mnudagur 02 jl kl: 22:47

Það er spurning hvort skemmtiegt væri að hvetja fólk til að mæta í sínum litum á grillið á föstudagskvöldinu? hvað finnst fólki með það?

Einnig er hægt að sjá að frekari lýsing hefur verið sett við grillið á föstudeginum

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30