Dagskrá Umf. Aftureldingar í sumar
Að venju er margt og margvíslegt um að vera hjá Ungmennafélaginu Aftureldingu í Reykhólahreppi í sumar. Hér fyrir neðan koma fram upplýsingar um æfingar í fótbolta og frjálsum, leikjanámskeið, sundnámskeið, umhverfisdag félagsins (núna á fimmtudaginn) og fleira.
Fótboltaæfingar
mánudaga og miðvikudaga.
Árgangar 2010 til 2006 kl. 18.
Árgangar 2005 til 2000 kl. 19.
Þjálfari Örvar Ágústsson. Fyrirhugað er að hann fylgi þeim krökkum sem hyggjast keppa á Unglingalandsmóti UMFÍ.
Frjálsíþróttaæfingar
þriðjudaga og fimmtudaga frá 12. til 22. júlí.
Árgangar 2010 til 2006 kl. 16.
Árgangar 2005 til 2000 kl. 17.
Þjálfari Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir.
Leikjanámskeið
13.-15. júlí og 18.-20. júlí.
Árgangar 2011 til 2006.
Kennari Stefán Magnússon.
Mæting á sparkvellinum kl. 13.
Verð kr. 3.000.
Sundnámskeið
13.-15. júlí og 18.-20. júlí.
Árgangar 2011 og 2010 kl. 10.
Árgangar 2009 til 2006 kl. 11.
Kennari Stefán Magnússon.
Verð kr. 3.000.
Umhverfisdagur Umf. Aftureldingar
fimmtudaginn 14. júlí.
Mæting á sparkvellinum kl. 17.
Verkefnin eru að raka smágrjóti á nýja fótboltavellinum, sá í kanta og margt fleira. Einnig verður haldið áfram að bæta umferðarmerkingar með því að mála töluna 30 á veginn gegnum þorpið samkvæmt leyfi frá Vegagerðinni. Síðan verða grillaðar pylsur og safar í boði Aftureldingar. Stjórn félagsins hvetur sem flesta til að mæta. „Því fleiri hendur, þeim mun fljótari verðum við.“
Nánar varðandi verð fyrir æfingar og félagsskráningu
Við viljum benda foreldrum og forráðamönnum á að nýta sér endilega tómstundastyrk Reykhólahrepps. Eins er bent á að þær æfingar, sem eru ekki með tilgreindu verði, eru í boði Umf. Aftureldingar en eingöngu fyrir skráða félaga. Þeir sem vilja taka þátt en eru ekki félagar borga kr. 3.000 fyrir mánuðinn á fótboltaæfingarnar og sömu upphæð fyrir frjálsar íþróttir. Jafnframt viljum við benda þeim á, sem vilja skrá sig í félagið eða úr því, að senda Guðrúnu póst í netfangið hellisbraut50@simnet.is með nafni og kennitölu.
Stjórn Umf. Aftureldingar:
- Björn Samúelsson, formaður.
- Hallfríður Valdimarsdóttir, ritari.
- Guðrún Guðmundsdóttir, gjaldkeri.
Unglingalandsmót UMFÍ (margvíslegar upplýsingar).
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í fyrra er hópur íþróttafólks í búningum Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN), en Umf. Afturelding er meðal aðildarfélaga þess.