25. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Dagskrá fyrir unga sem eldri á Reykhóladögum
Annar dagur byggðarhátíðarinnar Reykhóladaga er í dag, föstudag. Dagskráin er fjölbreytt allt frá kl. 10 og fram á rauðakvöld. Byrjað verður á því að teyma hesta undir ungum sem eldri, um hádegið er boðið í súpu á nokkrum stöðum, síðan er kassabílarall og þar á eftir þrautabraut hverfanna. Undir kvöld er opið hús hjá Norðursalti og keppt í saltpökkun en dagskránni lýkur í íþróttahúsinu með hinni árvissu spurningakeppni.
Dagskrá Reykhóladaganna 2014 í heild er að finna í dálkinum hér hægra megin á síðunni og þar eru jafnframt nánari upplýsingar um hvern dagskrárlið.