Tenglar

8. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Dagskrá íbúaþingsins á Reykhólum

Mynd tekin á svifi yfir Reykhólaþorpi. Langavatn þvert fyrir á miðri mynd. Ljósm. 2010 © Árni Geirsson.
Mynd tekin á svifi yfir Reykhólaþorpi. Langavatn þvert fyrir á miðri mynd. Ljósm. 2010 © Árni Geirsson.

Tímasetningar á íbúaþinginu sem Reykhólahreppur efnir til á sunnudag, 10. mars, liggja nú fyrir. Eins og hér hefur komið fram verður þetta vinnufundur um atvinnumál, skipulagsmál og framtíðarsýn í ferðamálum á Reykhólum með virkri þátttöku þeirra sem hann sitja. Fundurinn verður í matsalnum í Reykhólaskóla. Dagskráin er þannig:

 

 

12.30 Húsið opnað

 

13.00 Þingsetning

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri setur þingið.

 

13.10 Stefnumörkun í atvinnumálum í Reykhólahreppi

Viktoría Rán Ólafsdóttir hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hefur umsjón með þessum hluta.

  • Greining kjarnavanda svæðisins í atvinnumálum.
  • Mótun lausna á kjarnavanda í atvinnumálum.
  • Meginmarkmið stefnumótunarverkefnis sett (afmörkun verkefna, leiða og ábyrgðar).
  • Formleg opnun netkönnunar.
  • Efnissöfnun fyrir áframhaldandi stefnumótunarvinnu.

 

15.00 Kaffihlé

Kvenfélagið Katla sér um veitingar sem verða í boði Reykhólahrepps.

 

15.20 Mótun framtíðarsýnar, skipulag og hönnun sjálfbærs áfangastaðar á Reykhólum

Alta ráðgjafastofa hefur umsjón með þessum hluta.

  • Unnið í litlum hópum með leiðsögn. Hópvinnan er auðveld og skemmtileg og sjónarmið allra þátttakenda komast auðveldlega að.

 

17.15 Þinglok

Gönguferð um skipulagssvæðið ef veður leyfir.

 

Sjái fólk sér ekki fært að sitja allt þingið er sjálfsagt að koma og fara þegar hentar. Haft verður ofan af fyrir börnum.

 

Íbúar í Reykhólahreppi eru eindregið hvattir til að fjölmenna á þennan vinnufund og koma skoðunum sínum, hugmyndum og tillögum á framfæri. Ekki síst eru allir sem eiga einhverra sérstakra hagsmuna að gæta hvattir til þátttöku.

 

Í frétt hér á Reykhólavefnum í fyrradag er nánar greint frá markmiðum vinnunnar á fundinum:

06.03.2013 Vinnufundur um framtíðina: Atvinnumál og skipulag

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31