Tenglar

28. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson

Dagur barnabókarinnar 30. mars

Hildur Knútsdóttir, mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson
Hildur Knútsdóttir, mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson

 

Degi barnabókarinnar fagnað.

 

Smásagan Stjarnan í Óríon verður frumflutt fyrir alla grunnskólanema landsins í stærstu sögustund ársins.

 

Á fimmtudaginn verður smásaga eftir Hildi Knútsdóttur frumflutt í öllum grunnskólum landsins kl. 9:10. Sagan verður á sama tíma flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir.

 

Hildur skrifaði söguna Stjarnan í Óríon fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í tilefni dags barnabókarinnar að beiðni IBBY á Íslandi, en þetta er í sjöunda sinn sem félagið fagnar deginum með þessum hætti. Hildur hlaut fyrr í vor Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir nýjustu bók sína, Vetrarhörkur, en bækur hennar hafa fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Stjarnan í Óríon fjallar um stúlkuna Þebu sem uppgötvar glænýja stjörnu á himinhvolfinu. Hildur segir um söguna:

 

Alheimurinn er svo fáránlega stór og við vitum í rauninni svo rosalega lítið um hann. Við gleymum því stundum því við erum svo upptekin af okkar daglega amstri. Þessvegna langaði mig til að skrifa sögu um dularfulla stjörnu sem birtist skyndilega á himnum og möguleikann á því að við séum ekki ein í heiminum.

 

Sagan verður lesin fyrir grunnskólabörn á öllum aldri og er verkefnið hluti af þeirri hugsjón félagsins að lestraráhugi og lestrarfærni fáist fyrst og fremst með því að færa ungum lesendum vandaðar og spennandi sögur. Dagur barnabókarinnar er sunnudaginn, 2. apríl, sem er fæðingardagur H.C. Andersen, en sagan er flutt 30. mars svo allir grunnskólanemar landsins geti hlustað á hana saman.

 

Mjög góð þátttaka hefur verið í sögustundinni undanfarin ár og skemmtileg stemning myndast um allt land. Við hvetjum fjölmiðla til þess að hafa samband við nærliggjandi grunnskóla og fá að fylgjast með – og hlusta í leiðinni á skemmtilega sögu!

 

Nánari upplýsingar veita Hildur Knútsdóttir í síma 695 8957 og Ævar Þór Benediktsson, stjórnarmaður IBBY á Íslandi, í síma 691 7893

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31