Tenglar

1. apríl 2016 |

Dagur helgaður einhverfum börnum

Blár apríl hefst í dag, en það er stuðningsátak til að vekja athygli á einhverfu barna. Fólk er hvatt til að klæðast bláu og sýna þannig stuðning í verki. Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir Bláum apríl.

 

Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður félagsins, hvetur til að taka þátt í deginum, mæta í bláu hvar sem er og taka myndir og setja inn á samfélagsmiðla og merkja þær með myllumerkinu #blárapríl.

 

Hægt er að styrkja málefnið um 1000 kr. með því að hringja í símanúmerið 902-1010. Allt styrktarfé rennur óskert til málefnisins, en í ár er safnað fyrir gerð á uppbyggilegu og jákvæðu fræðsluefni um einhverfu sérstaklega ætlað börnum.

    

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31