15. nóvember 2012 |
Dagur íslenskrar tungu í hávegum í Reykhólaskóla
Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds og náttúrufræðings, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. Ár hvert beitir ráðuneyti menningarmála sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgar þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar og gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Í Reykhólaskóla verður Degi íslenskrar tungu fléttað inn í skólastarfið á morgun.
Degi íslenskrar tungu var fyrir nokkrum árum bætt við íslensku fánadagana. Þannig skal íslenski fáninn dreginn að húni á fánastöngum opinberra stofnana þann dag. Jafnframt eru sem flestir aðrir hvattir til að gera það líka.
► Vefur um Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðing og skáld