Tenglar

15. nóvember 2012 |

Dagur íslenskrar tungu í hávegum í Reykhólaskóla

Jónas Hallgrímsson skáld (1807-1845).
Jónas Hallgrímsson skáld (1807-1845).

Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds og náttúrufræðings, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. Ár hvert beitir ráðuneyti menningarmála sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgar þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar og gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Í Reykhólaskóla verður Degi íslenskrar tungu fléttað inn í skólastarfið á morgun.

 

Degi íslenskrar tungu var fyrir nokkrum árum bætt við íslensku fánadagana. Þannig skal íslenski fáninn dreginn að húni á fánastöngum opinberra stofnana þann dag. Jafnframt eru sem flestir aðrir hvattir til að gera það líka.

 

Bréf frá Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðrúnu Nordal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, í tilefni af Degi íslenskrar tungu 2012

 

Vefur um Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðing og skáld

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31