Tenglar

1. febrúar 2016 |

Dagur kvenfélagskonunnar!

Í dag, mánudaginn 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar. Hann er haldinn til að minnast hins öfluga starfs íslenskra kvenfélaga síðustu hálfa aðra öldina og vekja athygli á krafti þeirra enn þann dag í dag.

 

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað þann 1. febrúar 1930. Fyrsta kvenfélagið hérlendis, Kvenfélag Rípurhrepps í Skagafirði, var stofnað árið 1869, og síðan hafa konur stofnað fjölda félaga til að bæta samfélagið, ekki síst varðandi málefni barna, kvenna og fjölskyldna.

 

Stofndagur Kvenfélagasambands Íslands (1. febrúar) var árið 2010 formlega gerður að Degi kvenfélagskonunnar til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna langt á aðra öld.

 

Hvatt er til þess að kvenfélög og kvenfélagskonur muni eftir deginum og geri sér jafnvel dagamun hver og ein eða saman, en megi líka búast við hamingjuóskum og athygli.

 

Óþarfi ætti að vera að geta þess hér, að Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi starfar af miklum krafti og lætur margt gott af sér leiða, hvort heldur varðar vinnu af ýmsu tagi eða bein fjárframlög til alls konar góðra málefna.

 

Kvenfélagasamband Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31