Tenglar

5. febrúar 2010 |

Dagur leikskólans - opið hús í Hólabæ

Frá starfinu í Hólabæ.
Frá starfinu í Hólabæ.
Opið hús verður í Hólabæ á Reykhólum kl. 14-16 í dag, föstudaginn 5. febrúar, í tilefni Dags leikskólans. Nemendur og kennarar Hólabæjar bjóða alla velkomna til að koma og skoða skólann, spjalla við mannskapinn og sjá hvað helst hefur verið fengist við að undanförnu. Sjálfur Dagur leikskólans er á morgun, 6. febrúar, en þann dag árið 1950 eða fyrir sextíu árum stofnuðu frumkvöðlar íslenskra leikskólakennara samtök sín. Leikskólakennarar fagna 60 ára afmæli félagsins meðal annars með útgáfu veglegs afmælisrits.

 

Þetta er þriðja árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk hans og starf leikskólakennara og kynna starfið út á við.


Leikskólinn Hólabær
  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31