Tenglar

4. febrúar 2012 |

Dagur leikskólans: Opið hús fyrir alla á Hólabæ

Guðrún, Friðrún og Björg leikskólastjóri, Ketill, Aníta Hanna og Margrét Helga (nánar í meginmáli).
Guðrún, Friðrún og Björg leikskólastjóri, Ketill, Aníta Hanna og Margrét Helga (nánar í meginmáli).

Dagur leikskólans er á mánudag, 6. febrúar, og haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti í öllum leikskólum landsins. Á leikskólanum Hólabæ á Reykhólum verður opið hús fyrir gesti og gangandi allan daginn fram til klukkan fjögur. Í fyrradag tók starfsfólkið vídeómynd af börnunum að starfi og leik og verður hún rúllandi á kaffistofu Hólabæjar þar sem gestir geta líka fengið sér hressingu í leiðinni. „Svo er öllum velkomið að rölta um skólann og spjalla við börn og fullorðna“, segir Björg Karlsdóttir leikskólastjóri. „Verið velkomin í heimsókn“, segja börnin og starfsfólkið á Hólabæ.

 

Leikskólinn Hólabær er í kjallara Reykhólaskóla.

 

Dagur leikskólans er nú haldinn fimmta árið í röð. Sjötti febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

 

Hér er um að ræða samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin á síðasta vori þegar þrjú börn kvöddu Hólabæ „fyrir aldurs sakir“. Við það tækifæri færðu þau gamla góða skólanum sínum sitt hverja rifsberjaplöntuna í þakklætisskyni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30