Tenglar

5. febrúar 2009 |

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur öðru sinni

Dagur leikskólans var haldinn  hátíðlegur í leikskólum landsins í fyrsta skipti þann 6. febrúar á síðasta ári, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.  Félag leikskólakennara í samstarfi við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hrundu verkefninu af stað. Haldið verður upp á daginn árlega og með því stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og kynningu þess út á við.

 

Dagur leikskólans tókst í mjög vel í fyrra. Leikskólar höfðu frjálsar hendur um skipulag og dagskrá og voru útfærslur afar fjölbreytilegar. Sem dæmi má nefna veggspjald með myndum af börnum og upplýsingum um hvernig þau læra í leikskólanum var gefið út í einu sveitarfélagi, gerðir voru upplýsingabæklingar  í leikskólum, foreldrum boðið í kaffi og haldnar listasýningar. Menntamálaráðuneytið gaf út bæklinginn „Dagur leikskólans" í samvinnu við samstarfsaðilana og er hann aðgengilegur á rafrænu formi á netslóðinni  http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/dagur_leikskolans.pdf

 

Sveitarstjórnar- og fræðslunefndarfólk og starfsfólk skólakrifstofa er hvatt til þess að fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag og líta í heimsókn í samráði við stjórnendur og starfsfólk skólanna.


Fjallað var um dag leikskólans Hólabæjar hér á heimasíðunni, smellið HÉR til að lesa. 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30