Tenglar

18. nóvember 2009 |

Dalabyggð: Nýtt skipulag refaveiða verði tekið upp

Byggðarráð Dalabyggðar hefur bæst í hóp þeirra sem fjallað hafa um þá ákvörðun að ríkið hætti að borga fyrir refaveiðar. Mótmælt er skipulagsleysi í stjórn refaveiða sem ríkt hafi um langt árabil og lagt til að nýtt skipulag verði tekið upp. Með nýju fyrirkomulagi megi ná víðtækri sátt. Veiðar miðist fyrst og fremst við varplönd fugla og önnur viðkvæm svæði í vistkerfinu. Á fundi byggðarráðs í gær var eftirfarandi bókun samþykkt í einu hljóði:

 

„Byggðarráð Dalabyggðar mótmælir því skipulagsleysi sem einkennt hefur stjórn refaveiða á Íslandi um langt árabil. Engin heildstæð sýn hefur verið á málaflokknum og samræmdar aðgerðir sveitarfélaga og ríkis nær engar. Ákvörðun umhverfisráðuneytisins nú að hætta að greiða verðlaun fyrir veidd dýr er skýrt dæmi um þessi vinnubrögð.

 

Byggðarráð Dalabyggðar leggur til að nýtt skipulag verði tekið upp. Ráðnir verði veiðimenn sem heyri beint undir Veiðimálastofnun og komi þeir til með að sinna grisjun refastofnsins á öllu landinu. Veiðar miðist fyrst og fremst við varplönd fugla og önnur viðkvæm svæði í vistkerfinu. Lagt verði af það fyrirkomulag að einstök sveitarfélög ráði því hvort þau borgi verðlaun fyrir refaveiðar eða ekki. Slíkt fyrirkomulag þjónar engum tilgangi og veiðum verður í rauninni sjálfhætt haldi það áfram.

 

Byggðarráð Dalabyggðar fullyrðir að með nýju fyrirkomulagi má ná víðtækri sátt. Offjölgun á einum stað og útrýming á öðrum gerir hins vegar ekkert gagn.“

 

Sjá einnig:

Sveitarstjórn Reykhólahrepps mótmælir ákvörðun varðandi refaveiðar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31