Tenglar

18. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Dalabyggð vill ræða sameiningarmál sveitarfélaga

Kort: Fréttablaðið.
Kort: Fréttablaðið.

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að óska eftir fundi með sveitarstjórnum Reykhólahrepps og Strandabyggðar á haustmánuðum til að kanna möguleikana á sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Í skoðanakönnun sem gerð var í Dalabyggð samhliða kosningunni til sveitarstjórnar í vor kom fram, að talsverður meirihluti þeirra sem afstöðu tóku vildi sameiningu við annað eða önnur sveitarfélög. Í sams konar könnun sem gerð var í Reykhólahreppi var afar mjótt á munum. Rétt liðlega helmingur þeirra sem afstöðu tóku (munaði aðeins fjórum atkvæðum) var hlynntur sameiningu en sá hópur hafði á hinn bóginn ýmsar skoðanir á því hvaða sveitarfélagi eða sveitarfélögum skyldi þá sameinast.

 

Sjá tenglana hér fyrir neðan.

 

Engin slík könnun hefur farið fram í Strandabyggð. „Hér er fólk mjög opið fyrir öllum möguleikum,“ segir Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar í samtali við Fréttablaðið í gær, þar sem fjallað er um þessi mál. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að kanna hug Strandamanna en Andrea Kristín segir þessi mál verða rædd. Hún segir ennfremur að nýr vegur yfir Þröskulda hafi breytt miklu fyrir Hólmavík og nágrenni, sem sé nú í hjarta Vestfjarða eftir lagningu vegarins.

 

Blaðið hefur eftir Karli Kristjánssyni á Kambi, oddvita sveitarstjórnar Reykhólahrepps, að málið gæti orðið þungt hér í sveitarfélaginu þar sem svo naumur meirihluti sé fyrir því. Hann segist þó sjálfur vera frekar hlynntur sameiningu. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, segir að fáist nágrannarnir tveir upp í þennan vagn verði það tilkynnt yfirvöldum sem þá geti haft milligöngu um framgang mála.

 

Sjá einnig:

► 03.06.2014 Mjög naumur meirihluti vill sameiningu

► 04.06.2014 Fólk í Dalabyggð sameiningarfúsara

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30