Tenglar

23. maí 2015 |

Dalli eða Reynir og Ása?

Niðurstöður í gönguframtakinu Hring eftir hring á Reykhólum (og út um allar koppagrundir í Reykhólahreppi) liggja fyrir. Samkvæmt talningu Jóhönnu Aspar Einarsdóttur í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal, sem hratt þessu af stað, voru gengnir samtals 618 hringir (eða ígildi þeirra). Það gerir 772,5 kílómetra skv. strangri mælingu, en í ýmsum tilvikum voru „hringirnir“ eitthvað lengri. Þetta er vel umfram markmiðið, sem var 500 hringir á einum mánuði. Þátttakendur voru hátt í sjötíu talsins eða fjórðungur af íbúum sveitarfélagsins frá vöggu og upp úr.

 

„Dalli var með 69 hringi og en Reynir og Ása og synir með samtals 172 hringi. Ég veit ekki alveg hvort Dalli var með flesta eða Reynir og Ása, því að strákarnir þeirra voru svo stutt á svæðinu. Held samt að Dalli hafi vinninginn,“ segir Jóhanna Ösp.

 

„Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan alla hringina sem sauðfjárbændur hafa gengið á túnum sínum og í fjárhúsunum í maí“, bætir Jóhanna við og brosir. Enda málið skylt.

 

Ekki liggur fyrir hvort Írena Ósk, tíkin þeirra Reynis og Ásu, tók þátt í labbinu.

 

Nú er bara að vona að fólk haldi áfram að labba. Og haldi áfram að skrá það til gamans – skráningarsíðan Hring eftir hring hér á vefnum (kassinn til að smella á) verður áfram í dálkinum hægra megin næsta mánuðinn eða svo.

 

Athugasemdir

R&Á, laugardagur 23 ma kl: 18:35

Dalli á klárlega vinninginn :)
Hann er svo mikil labbakútur :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31