Dalli kosinn íbúi ársins í Reykhólahreppi
Þau 8 sem tilnefnd voru sem íbúi ársins eru; Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Friðrún Gestsdóttir, Málfríður Vilbergsdóttir, Steinunn Ó. Rasmus, Guðjón Dalkvist, Jón Kjartansson, Karl Kristjánssson og Vilberg Þráinsson. Einnig var hreppsnefndin tilnefnd í heild sinni, en þó hún eflaust eigi það skilið, þá snýst þetta um einstaklinga fyrst og fremst.
Öll eru þau vel að tilnefningunum komin, fyrir samviskusemi í störfum, og ósérhlífni við að fylgja eftir málum í þágu samfélagsins, störf í þágu barna og aldraðra, einnig var gott skap og skemmtilegheit nefnt.
Dómnefndin, skipuð þeim Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur, Helgu Garðarsdóttur og Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur var einhuga um að útnefna Dalla íbúa ársins 2017, fyrir frumkvöðlastarf, hugmyndaauðgi, hjálpsemi og jákvæðar ábendingar um það sem má bæta, og að sjá skemmtilegu hliðar tilverunnar.