Tenglar

13. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Daníel nýr formaður, Harpa áfram í stjórn

Daníel Jakobsson og Harpa Eiríksdóttir.
Daníel Jakobsson og Harpa Eiríksdóttir.

Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Ísafirði og til skamms tíma bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, var kjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi samtakanna á Ísafirði fyrir helgina. Hann segir að gott hljóð hafi verið í vestfirskum ferðaþjónum og vill að samtökin beiti sér enn frekar fyrir samstöðu meðal ferðaþjóna á Vestfjörðum.

 

Á fundinum voru fjórir nýir stjórnarmenn kosnir í stjórn samtakanna, þau Þorsteinn Másson í Bolungarvík, Þórdís Sif Sigurðardóttir á Ísafirði, Arinbjörn Bernharðsson á Norðurfirði á Ströndum og Einar Kristinn Jónsson á Patreksfirði. Harpa Eiríksdóttir á Stað í Reykhólasveit og Nancy Bechtloff á Ísafirði sitja áfram í stjórn. 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31