Tenglar

1. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Danskennsla verði felld inn í skólastarfið

Dansað í íþróttahúsinu á Reykhólum.
Dansað í íþróttahúsinu á Reykhólum.

Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í gær að danskennsla verði felld inn í skólastarf Reykhólaskóla. Þetta er í samræmi við ósk foreldrafélags skólans, sem lögð var fram á fundinum.

 

Til að þessi samþykkt verði bindandi þarf sveitarstjórn að staðfesta hana þegar fundargerð nefndarinnar verður tekin til afgreiðslu á næsta sveitarstjórnarfundi.

 

Myndin er frá dansnámskeiði í íþróttahúsinu á Reykhólum í síðustu viku - sjá nánar hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31