Tenglar

13. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Dauðakyrrð í kvöldhúmi við Berufjörð

Á heimleiðinni að loknum íbúafundinum á Reykhólum á sunnudag mátti Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli ekki við bindast vegna þeirrar fegurðar sem við honum blasti í dauðakyrru dimmbláu kvöldhúminu í Reykhólasveit. Þegar inn á Hrafnanesið kom undir hlíðinni minni fríðu greip hann myndavélina og miðaði henni austur yfir Berufjörðinn þar sem Borgarlandið er fyrir handan.

 

Þó að enginn sé hér jökullinn koma samt upphafsorðin í Heimsljósi Kiljans í hugann:

 

Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í­ himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar rí­kir fegurðin ein, ofar hverri kröfu. 

En þó að myndirnar séu fallegar finnst Sveini að þær túlki ekki nema lítillega þá himinbláu hafbláu húmbláu dýrð sem þarna mætti honum við blíðan Berufjörð.

 

Hér fylgja fimm myndir - en í rauninni eru þær aðeins þrjár. Ein þeirra er líka höfð á hvolfi (nr. 1 og 2) og í lokin (nr. 5) eru báðar útgáfurnar hlið við hlið.

 

Að venju má stækka myndirnar með því að smella á þær. Síðan má kalla þær fram langtum stærri með því að nota þessa tengla:

 

Mynd nr. 1

Mynd nr. 2

Mynd nr. 3

Mynd nr. 4

Mynd nr. 5

          

Athugasemdir

Guðmundur Sveinbj. Ingimarsson, fimmtudagur 14 mars kl: 13:41

Þetta eru hrein listaverk! Þetta myndi sóma sér vel á hvaða vegg sem er

Þrymur Sveinsson, fimmtudagur 14 mars kl: 22:11

Sveinn gefur okkur sannarlega súrrealíska heimþrá í sveitina okkar bláu og fögru. Hafi hann æfinlega þökk fyrir!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31