Tenglar

18. apríl 2016 |

Davíðsmót í Tjarnarlundi

Frá Davíðsmóti um miðjan desember 2013. Davíð Stefánsson fremst. Hann lést rúmu ári síðar.
Frá Davíðsmóti um miðjan desember 2013. Davíð Stefánsson fremst. Hann lést rúmu ári síðar.

Davíðsmót í bridge verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ á laugardag, 23. apríl, og hefst kl. 13. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson. Þeir sem hafa áhuga að vera með hafi samband við Guðmund í síma 434 1521 eða í netfanginu kjarlak@simnet.is. Þátttökugjald er kr. 3.000 á par. Kaffiveitingar.

 

Bridgemót kennt við Davíð Stefánsson frá Saurhóli hefur verið haldið á þriðja áratug. Í tilefni af sextugsafmæli hans árið 1993 ákváðu félagar hans í Umf. Stjörnunni að heiðra hann fyrir brennandi áhuga á bridge og fyrir áralangan dugnað við að halda þeirri íþrótt gangandi innan sveitar sem utan og koma á stórum sem smáum bridgemótum um langt árabil. Félagar hans vissu að ekkert myndi gleðja hann betur en að efna til bridgemóts og tileinka honum og gera það að reglulegum viðburði. Davíðsmótið var í upphafi haldið árlega en þegar spilurum fækkaði var farið að halda það annað hvert ár. Davíð Stefánsson lést í janúar í fyrra, liðlega áttræður.

 

Sjá einnig:

Bridge: Afmælis- og jólagjöf í Búðardal (Reykhólavefurinn 17. desember 2013 - fleiri tenglar þar fyrir neðan).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30