Tenglar

26. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Davíðsmótið í bridge haldið í Tjarnarlundi

Efstu sveitir síðast. Sigurvegararnir Eyvindur og Jökull í miðjunni.
Efstu sveitir síðast. Sigurvegararnir Eyvindur og Jökull í miðjunni.

Davíðsmótið í bridge er fastur liður á Jörfagleði Dalamanna annað hvert ár. Síðast sigruðu Reykhólamennirnir Eyvindur Svanur Magnússon og Jökull Kristjánsson, sem nú er látinn. Einnig var Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum meðal keppenda. Að þessu sinni verður mótið haldið í Tjarnarlundi þannig að ekki er langt að fara fyrir Reykhólamenn. Mótið verður á morgun, laugardag, og hefst kl. 13.

 

Þar sem margir koma langt að til keppni verður súpa og brauð á boðstólum í Tjarnarlundi fyrir keppendur frá kl. 12. Ekkert þátttökugjald er og allir bridgespilarar velkomnir.

 

Um er að ræða tvímenningskeppni, en mótið er kennt við Davíð Stefánsson, fyrrum bónda á Saurhóli í Saurbæ. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á mótið en ekki er verra að láta Davíð vita um þátttöku. Síminn hjá honum er 434 1534.

 

Nafnið Davíðsmót er þannig til komið, að fyrir margt löngu í tilefni af 60 ára afmæli Davíðs ákváðu félagar hans í UMF. Stjörnunni að heiðra hann fyrir brennandi áhuga á bridge og fyrir áralangan dugnað við að halda þeirri íþrótt gangandi innan sveitar sem utan og koma á stórum sem smáum bridgemótum um langt árabil.

 

Félagar hans vissu að ekkert myndi gleðja hann betur en að efna til bridgemóts og tileinka honum og gera það að reglulegum viðburði.

 

Sjá einnig:

30.04.2011 Bridge: Reykhólamenn fengu gull og bikara

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31