Tenglar

22. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Debetkortum í eigu Reykhólabúa stolið

Mér finnst alveg ótrúlegt að þeir sendi PIN-númerin með kortunum, segir Jón Atli Játvarðarson, viðskiptavinur Landsbankans og íbúi á Reykhólum. Hann er einn nokkurra Reykhólabúa sem urðu fyrir því að kortum þeirra, greiðslukortum frá Landsbankanum, var stolið þegar Íslandspóstur var að flytja pakka með kortum Reykhólabúa frá Patreksfirði til Reykjavíkur. Þaðan áttu kortin að fara aftur vestur á firði, til Reykhóla. Landsbankinn sendi PIN-númerin með kortunum sjálfum, nokkuð sem upplýsingafulltrúi bankans segir að eigi ekki að gerast.

 

Þetta er upphaf fréttar í helgarblaði DV sem kom út í dag. Þar segir einnig m.a.: 

  • Óprúttinn aðili komst í pakkann, fór í hraðbanka, og tók út af sumum kortanna. Jón Atli furðar sig á því að þessi háttur skuli vera hafður á við póstsendingar greiðslukorta og gagnrýnir að þeim sem áttu kortin hafi ekki verið gert viðvart.
  • Það var fyrir síðustu mánaðamót sem sá dularfulli atburður varð að þar til gert póstbúr, sem Íslandspóstur ók með frá Patreksfirði til Reykjavíkur, glataðist á leiðinni. Í búrinu voru að sögn upplýsingafulltrúa Íslandspósts, Ágústu Hrundar Steinarsdóttur, 20 skráðar sendingar auk bréfa. Í einum pakkanum var sendingin frá Landsbankanum sem innihélt áðurnefnd greiðslukort. Búrið fannst að sögn Ágústu úti á götu, við hringtorg í Mosfellsbæ, þar sem einhver hafði tæmt það, eða því sem næst.
  • Í kjölfar þessa atburðar gerðist það á Reykhólum að þorpsbúar uppgötvuðu, einn af öðrum, að kortin þeirra höfðu runnið út um mánaðamótin. Í Hólakaupum, einu versluninni í þorpinu, varð þessa vart, en í samtali við DV staðfesti starfsmaður verslunarinnar að í byrjun febrúar hafi óvenju margir þorpsbúar framvísað útrunnum greiðslukortum. Starfsmaðurinn sagði þó aðspurður að þetta hafi ekki komið að sök því flestir hafi haft önnur úrræði til að greiða fyrir vörurnar. Atvikið varð því ekki til þess að Reykhólabúar gátu ekki keypt í matinn. Jón Atli er einn þeirra sem varð fyrir því að geta ekki greitt fyrir vörur með útrunnu korti. Hann segist ekki hafa vitað af því að kortið væri að renna út og vissi þar af leiðandi ekki að nýtt kort hafi verið á leiðinni.
  • Jón Atli veit ekki til þess að peningar hafi verið teknir út af hans reikningi en segist vita af fólki sem ekki var jafn heppið og hann, en Landsbankinn hafi bætt það tjón. Það staðfestir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í samtali við DV.

 

Meira um þetta í DV.

 

dv.is

 

Athugasemdir

kolbrún lára myrdal, fstudagur 22 febrar kl: 09:44

Bróðir minn fékk nytt kort sent frá Íslandsbanka, var það sett í póstkassan okkar kortið í einu umslagi og pinn nr í öðru.
Þannig að það eru fleiri bankar sem gera þetta .

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31