Tenglar

20. september 2011 |

Deiliskipulag fyrir Tröllenda í Flatey auglýst

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 8. september 2011 að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Tröllenda í Flatey. Skipulagsuppdráttur með greinargerð og umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 22. september til 5. nóvember 2011. Enn fremur eru gögnin aðgengileg á pdf-formi hér á vef sveitarfélagsins og undir liðnum Stjórnsýsla / Skipulag Reykhólahrepps í valmyndinni vinstra megin.

 

Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a á Reykhólum eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is fyrir 5. nóvember 2011, merktum Deiliskipulag fyrir Tröllenda í Flatey. Deiliskipulagið fyrir Orlofshúsasvæði I sem samþykkt var af skipulagsstjóra ríkisins 18. desember 1992 fellur úr gildi við gildistöku nýja deiliskipulagsins.

 

- Skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps.

 

Notið prósentureitinn efst í pdf-glugganum til að stækka skjalið.

 

Athugasemdir

Sigrún Jónsdóttir, mnudagur 07 nvember kl: 10:34

Til þess er málið varðar.
Ég tel að Flatey þoli ekki fleiri hús eða meiri ágang. Neysla rafmagns og vatns er komið að þolmörkum og má ekkert út af bregða til að verði skortur þar á. Eyjan er lítil og er mest aðlaðandi í einfaldleika sínum. Ágangur ferðamanna er orðinn slíkur að þykir sumum nóg um þó ekki sé verið að bæta við húsum og fjölga þá fólki og ágangi sem því nemur. Mér finnst þessi hugmynd alveg út í hött og algjörleg barn síns tíma þ.e. þegar ráðist var í byggingu á Rarik og Stjórnarráðsbústöðunum, sem var mikið óráð. Gerum ekki sömu mistökin aftur! Reynum að halda byggð óbreyttri og hugsa frekar vel um það sem fyrir er og þá sem eiga þarna heimili og athvarf. Ekki bara einblína á peninginn sem Reykhólahreppur fær fyrir okurverð lóðanna!
Með kveðju,
Sigrún Jónsdóttir (Uppalin í Flatey til 10 ára aldurs,á þar enn athvarf og talar alltaf um að fara heim þegar hún fer út í Flatey.)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31