Tenglar

4. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Deiliskipulagstillögur í Reykhólahreppi auglýstar

Gert er ráð fyrir tveim nýjum fjögurra íbúða raðhúsalóðum og sjö einbýlishúsalóðum við Hellisbraut.
Gert er ráð fyrir tveim nýjum fjögurra íbúða raðhúsalóðum og sjö einbýlishúsalóðum við Hellisbraut.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 10. apríl 2014 að auglýsa eftirfarandi tillögur varðandi deiliskipulag.

 

 

Þéttbýlið á Reykhólum, útivistarsvæði og sjávarböð

 

Skipulagssvæðið nær yfir stóran hluta af Langanesi og Tittlingastaðanesi sunnan byggðar Reykhóla, allt frá syðstu þéttbýlismörkum Reykhóla niður að sjó við Karlsey. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 324,11 hektarar.

 

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir allt svæðið sé ætlað fyrir almenna útivist í sátt við umhverfið og náttúru svæðisins og einnig afmörkum á 10.000 m² lóð undir þjónustubyggingu sjávarbaða, sem er skilgreind með takmörkuðu byggingarmagni.

 

Innan lóðarinnar má byggja þjónustubyggingu Þ1, smáhýsi G1-2, laugar og potta ásamt bílastæðum sem þjóna sjávarböðunum. Lóðinni er annars vegar skipt upp í framkvæmdasvæði og hins vegar náttúrusvæði, þar sem byggingin markar skil milli þessara tveggja svæða.

 

Eftir framkvæmdir mun strandlengjan á Langanesi og Tittlingastaðanesi verða aðgengileg til almennrar útivistar í sátt við náttúruna.

 

 

Frístundasvæði í landi Kirkjubóls á Bæjarnesi

 

Svæðið er í hlíðum Bæjarnesfjalls og liggur við Kvígindisfjörð og er ströndin þar um 800 m að lengd. Gert er ráð fyrir 25 frístundahúsum sem koma til með að dreifast nokkuð jafnt um svæðið.

 

Gert er ráð fyrir að byggðin falli vel að umhverfi sínu og umhverfisáhrif lágmörkuð. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 300 ha.

 

 

Þéttbýlið á Reykhólum, Hellisbraut

 

Skipulagssvæðið liggur við nyrðri enda Hellisbrautar að Maríutröð í þéttbýlinu á Reykhólum. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir tveimur 4 íbúða raðhúsalóðum ásamt 7 einbýlishúsalóðum með aðkomu frá Hellisbraut. Á skipulaginu eru afmörkuð 5 þegar byggð einbýlishús. Heildarstærð skipulagssvæðis er 2 ha.

 

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögurnar. Skipulagsuppdrættir og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 24. júlí til 5. september 2014. Ennfremur eru gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.reykholar.is.

 

 

Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, 380 Reykhólar, eða í netfangið skrifstofa@reykholar.is merktum „Deiliskipulag“ og því skipulagi sem um ræðir.

 

 

Reykhólum, 14. júlí 2014.

Bogi Kristinsson Magnusen.

skipulags- og byggingafulltrúi.

______________________

 

 

Umrædd gögn er að finna hér á vef Reykhólahrepps undir Stjórnsýsla / Skipulag Reykhólahrepps í valmyndinni vinstra megin. Tillögurnar má einnig sækja hér:

 

Þéttbýlið á Reykhólum, útivistarsvæði og sjávarböð (fremur þungt skjal, um 10 MB)

Frístundasvæði í landi Kirkjubóls á Bæjarnesi

Þéttbýlið á Reykhólum, Hellisbraut

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31