Tenglar

11. febrúar 2011 |

Deilt um breytingar á skipan Breiðafjarðarnefndar

Björn Samúelsson á Reykhólum undir stýri á farþegabáti sínum við Flatey á Breiðafirði.
Björn Samúelsson á Reykhólum undir stýri á farþegabáti sínum við Flatey á Breiðafirði.
Tillögur um breytingar á skipan Breiðafjarðarnefndar valda ólgu meðal sveitarstjórnarmanna beggja vegna Breiðafjarðar, segir á vef Ríkisútvarpsins. Í þeim er gert ráð fyrir að heimamenn eigi aðeins einn mann í nefndinni í stað fjögurra. Nefndin er nú skipuð sjö mönnum, þar af fjórum frá sveitarfélögunum sem liggja að Breiðafirði. Í tillögum nefndar sem hafði það hlutverk að endurskoða lög um verndun Breiðafjarðar er gert ráð fyrir fimm manna nefnd og þar af aðeins einum skipuðum af heimamönnum. Fulltrúi Reykhólahrepps (Austur-Barðastrandarsýslu) í nefndinni er nú Eiríkur Snæbjörnsson á Stað og varamaður hans Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum.

 

Lög um vernd Breiðafjarðar voru sett árið 1995. Tilgangur þeirra er að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Umhverfisráðherra fer með alla stjórn mála varðandi verndun Breiðafjarðar en Breiðafjarðarnefnd skal vera honum til ráðgjafar.

 

Þórólfur Halldórsson, fyrrverandi sýslumaður Barðstrendinga, situr í Breiðafjarðarnefnd fyrir hönd Vestur-Barðastrandarsýslu. Hann segir að það sem sé athyglisvert við vinnuna núna, í ljósi sögunnar, sé það að sveitarfélögin séu ekki einu sinni höfð með í ráðum um það hvort þau telji þörf á að endurskoða þetta eða þá hvernig.

 

Aðspurður hvort hæfni nefndarmanna skipti ekki meira máli en búseta segir Þórólfur, að í lögunum frá 1995 sé megináhersla lögð á það, að til þess að ná fram verndarmarkmiðum laganna byggist það á samvinnu við heimamenn. Spurningin sé sú, hvort betra sé fyrir Breiðafjarðarnefnd að vera æðarbóndi við Breiðafjörð eða náttúrufræðingur hjá Umhverfisstofnun.

 

Núverandi Breiðafjarðarnefnd

Vefur Breiðafjarðarnefndar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31