29. júní 2010 |
Dísa Sverris á Reykhólum orðin amma
Dísa Guðrún Sverrisdóttir á Reykhólum varð amma í fyrsta sinn á laugardaginn þegar dóttir hennar Hulda Ösp Atladóttir ól manni sínum Baldri Guðmundssyni blaðamanni á DV myndarlegan dreng. Hann kom í heiminn snemma um morguninn 26. júní en meðfylgjandi mynd var tekin síðdegis sama dag. Hulda Ösp útskrifaðist sem lögfræðingur aðeins viku áður eða þann 19. júní. Síðan stefnir hún á meistaranám í lögfræði eftir áramótin.
Þau Dísa og maður hennar Jón Atli Játvarðarson frá Miðjanesi eiga saman þrjú börn en fyrir átti Jón Atli tvö börn. Litli drengurinn sem núna er kominn í heiminn er þriðja afabarn Jóns Atla en eins og áður segir fyrsta ömmubarn Dísu.
Björk, rijudagur 29 jn kl: 16:06
Jiiiii sæti strákur, til hamingju öll með litla gullið ykkar;-)