Tenglar

1. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Diskurinn með lögunum hans Henna

Fólk hlýðir á upplestur í Nesi í gær.
Fólk hlýðir á upplestur í Nesi í gær.
1 af 9

Meðal þess sem er að finna á jólamarkaðinum í Nesi (seinni dagurinn er í dag, opið kl. 13-18) er nýútkominn diskur með tólf lögum eftir Henna Rasmus, sem hafa aldrei heyrst áður. Hendrik Konrad Rasmus var landsþekktur tónlistarmaður á sinni tíð, spilaði í hljómsveitum og samdi og útsetti lög. Börn Henna eru kennararnir Hugo, Tómas og Steinunn Rasmus, sem naumast þarf að kynna fyrir Reykhólabúum, og dóttir hans af fyrra hjónabandi, Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur. Diskurinn nefnist Viltu með mér vaka og voru útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi í haust.

 

Diskinum með lögunum hans Henna, honum sjálfum og tengslum þeirra hjónanna beggja við Reykhóla verða gerð miklu betri skil hér á vefnum á næstu dögum.

 

Myndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson á markaðinum í Nesi í gær, en þar var mikið rennirí. Smellið á myndirnar til að stækka þær!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31