Tenglar

3. október 2011 |

Djúpidalur með póstkassa í Bjarkalundi?

Núverandi vegur um Ódrjúgsháls. Hjallaháls er handan Djúpafjarðar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason.
Núverandi vegur um Ódrjúgsháls. Hjallaháls er handan Djúpafjarðar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason.
1 af 2

Bæirnir í Gufudal í Gufufirði en þó sérstaklega Djúpidalur í Djúpafirði lenda utan alfaraleiðar ef vegurinn verður færður á þveranir yfir mynni fjarðanna. Samt yrði gerð ný heimreið að Djúpadal, 7,5 km að lengd, meðfram Djúpafirði að austanverðu. Ef farið yrði í þverun Þorskafjarðar frá Árbæ að Skálanesi myndi Djúpidalur þó fyrst verða mjög afskekktur. Umræðan um vegamálin brennur á fólkinu á þessum bæjum þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur, ferðaþjónusta og tamningar. Samgöngur skipta því miklu máli og þó ekki síður vegna skólagöngu barnanna.

 

Ábúendur í Djúpadal voru ánægðir með tillögur ráðherra um að láta gera nýjan veg yfir Ódrjúgsháls og þeir vilja síðan berjast fyrir göngum í Hjallaháls. Þeir segja auðvelt að gera góðan veg yfir Ódrjúgsháls.

 

Leifur Samúelsson bóndi í Djúpadal segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að þverun fjarðanna myndi lengja leiðina fyrir börnin í skóla. Hann tekur fram að hann hafi engin svör fengið um það hjá sveitarstjórn hvaða þjónusta verði veitt á afleggjaranum inn Djúpafjörð. Lítið gagn sé í slíkum vegi ef honum verði ekki haldið við og hann mokaður. „Ætli við verðum ekki látin hafa póstkassa í Bjarkalundi eða á Reykhólum“, segir Leifur og vísar þar til minnkandi þjónustu á öllum sviðum við íbúa afskekktari byggða.

 

„Mér finnst mikilvægast að fá góðan veg. Það þarf að finna leið sem raunhæft er að fara og sátt getur tekist um“, segir Styrmir Sæmundsson, bóndi og tamningamaður í Fremri-Gufudal. Bæirnir í Gufudal eru mun betur settir en Djúpidalur því fólkið þar getur farið á nýja veginn hjá Skálanesi án þess að yfir fjallveg sé að fara.

 

Leifur í Djúpadal er ósáttur við umræðuna um vegamálin. Alls kyns vitleysa vaði uppi. Þrjóska sé komin í fólk sem vilji fara út Hallsteinsnesið hvað sem það kosti til að landeigendur þurfi að gefa sig. Þá hafi borið á persónulegum árásum á landeigendur sem ekki hafi sætt sig við áform stjórnvalda.

 

Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt Helga Bjarnasonar blaðamanns um vegamál í Reykhólahreppi í Morgunblaðinu í dag. Meira þar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31