Dómi héraðsdóms um vegagerð í Þorskafirði áfrýjað
Vegagerðin hefur ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms, sem felldi úr gildi úrskurð um að farin verði leið B um Þorskafjörð og þar með um Teigsskóg og fyrir mynni Djúpafjarðar. Stefnendur í málinu voru Olga Ingibjörg Pálsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Íslands og Gunnlaugur Pétursson gegn Vegagerðinni. Krafa stefnenda var sú, að felldur yrði úr gildi sá hluti úrskurðar Jónínu Bjartmarz þáverandi umhverfisráðherra frá 5. janúar 2007, þar sem fallist var á leið B í 2. áfanga Vestfjarðavegar (60), Bjarkalundur-Eyri í Reykhólahreppi með tilteknum skilyrðum. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 26. september og var fallist á kröfu stefnenda.
Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Smellið á myndina til að stækka hana.