Dómsmál snertir bátasafnið á Reykhólum
Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.
Kristinn segir skýrt hafa verið kveðið á um það á hvaða forsendum bátarnir komu að Hnjóti og þeir verði varðveittir þar. Það væri hneisa að láta bátana í burtu út af einhverjum stundarerfiðleikum. Það komi ekki til greina.
Mikið af safnmunum er í geymslu í eigu Kristins og hann ætlar ekki að láta þá af hendi nema tryggt sé að saga þeirra verði skráð. Sama gildir um flugminjasafnið á Hnjóti, sem Kristinn segir að sé sín eign. Best væri að hægt væri að sameina söfnin þannig að safnið á Hnjóti gæti orðið sterk eining.
Safnstjórnin á Hnjóti hefur þegar leitað réttar síns og ætlar að sækja munina með dómsvaldi. Beiðni þar að lútandi hefur verið send sýslumanninum á Patreksfirði. Því er ljóst að stefnir í hörð átök um þetta merka minjasafn.
Vefur Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum