Tenglar

4. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Dönsku vinirnir misstu sig

Forsetinn klippir á borðann með aðstoð félaganna Garðars Stefánssonar og Sørens Rosenkilde.
Forsetinn klippir á borðann með aðstoð félaganna Garðars Stefánssonar og Sørens Rosenkilde.

Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri saltvinnslunnar Norður & Co við höfnina á Reykhólum, segir í umfjöllun á vef Nýsköpunarmiðstöðvar að mikilvægt sé að nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi nýti kosti þess hve fábyggt landið er. Að hans mati er uppbygging öflugs tengslanets lykilþáttur. Þar skipti ekki síst máli að tengja nýsköpunarfyrirtæki saman, en skrifstofa Norður & Co er í húsnæði Íslenska sjávarklasans í Reykjavík. Meðal hugmyndanna í þessu efni hafi verið að fá forseta Íslands til að opna saltvinnslu félagsins á Reykhólum.

 

„Þegar líða fór að opnun saltverksmiðjunnar á Reykhólum og þar sem ég var í samstarfi við Dani, sem eru að öllu jöfnu mjög uppteknir af forsetum, konungum og drottningum, vaknaði sú hugmynd að sniðugt væri að fá Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands til að opna verksmiðjuna, en eftir sat sú spurning hvernig í ósköpunum við fengjum forsetann til að keyra alla þessa leið til að vera með okkur við tilefnið,“ er haft eftir Garðari á vef NMÍ. Þá hafi sú hugmynd kviknað í sjávarklasanum að opnun vinnslunnar yrði liður í opinberri heimsókn forseta í hreppinn, sem varð við góðar viðtökur.

 

„Viðburðurinn var myndaður í bak og fyrir og dönsku vinirnir misstu sig yfir því hvers konar vægi við, ungu frumkvöðlarnir, hefðum eiginlega uppi á litla Íslandi. Það að geta sýnt fram á að forseti Íslands hafi opnað verksmiðjuna gefur okkur ótrúlegan styrk þegar við erum að fara með vöruna okkar á erlendan markað. Við þurfum að leggjast á eitt við að efla tengslanetið og nýta alla okkar styrkleika sem lítil þjóð.“

 

Athugasemdir

Eyvindur, fimmtudagur 05 desember kl: 07:46

Flottir, svona strákarnir okkar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30