Tenglar

23. nóvember 2012 |

Dóra frá Hafrafelli og spítalinn í Stykkishólmi

Dóra, Jósep læknir og tölvan.
Dóra, Jósep læknir og tölvan.

Núna í vikunni fékk Háls- og bakdeildin á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi góða gjöf frá einum velunnara sínum í tilefni af 20 ára afmæli deildarinnar. Það er tölva með flatskjá til notkunar fyrir skjólstæðinga deildarinnar, en gefandinn er Dórothea Sigvaldadóttir frá Hafrafelli í Reykhólasveit (Dóra á Skriðulandi). Hún er um þessar mundir í endurhæfingu á spítalanum í kjölfar erfiðra veikinda sem hún hefur átt við að stríða síðustu misseri.

 

Á myndinni er Jósep Blöndal sjúkrahúslæknir í Stykkishólmi að veita gjöfinni viðtöku úr hendi Dóru. „Kunnum við Dórotheu bestu þakkir fyrir,“ segir í tilkynningu frá spítalanum.

 

Athugasemdir

Solla Magg, fstudagur 23 nvember kl: 16:49

Fallega gert hjá Dóru , og góð gjöf ..

skjoldur, mnudagur 26 nvember kl: 20:35

mamma min er snillingur

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31