5. janúar 2015 |
Dósa- og flöskusöfnun og flugeldasala
Björgunarsveitin Heimamenn verður með flugeldasölu í húsi sínu við Suðurbraut á Reykhólum kl. 15-17 á morgun, þrettándanum. Á sama tíma verður Nemendafélag Reykhólaskóla með dósa- og flöskumóttöku á sama stað og svo aftur á sama tíma á fimmtudaginn, 8. janúar.
Í báðum tilvikum er hér um fjáröflunarleiðir að ræða.