Tenglar

21. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Dragið ekki að panta miða á þorrablótið

Fólki virðist ekki leiðast mikið að starfa í þorrablótsnefndinni (Facebook).
Fólki virðist ekki leiðast mikið að starfa í þorrablótsnefndinni (Facebook).

Síðasti skráningardagur á þorrablótið í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardagskvöld áður en verðið hækkar er á morgun, miðvikudag. Ekki síst vegna matarins er mjög æskilegt að miðar séu pantaðir sem fyrst. Verðið er það sama og í fyrra eða kr. 5.500 í forsölunni og kr. 6.000 eftir það. Aldurstakmark er 18 ár. Dansleikurinn þar sem hljómsveitin Span leikur fyrir dansi hefst kl. 23. Miðaverð ef eingöngu er farið á dansleikinn er kr. 2.500. Þar verður hægt að panta borð á fimmtudag. Störfin hjá þorrablótsnefndinni ganga vel og stífar æfingar framundan.

 

Lionsfólk sér um matinn á blótinu. Vegna fyrirspurna skal tekið fram, að umtöluð nýjung í súrmetinu verður ekki á boðstólum þar sem hún reyndist uppseld.

 

Þorrablótsnefndina skipa Steinunn Ólafía Rasmus, Sveinn Hallgrímsson, Styrmir Sæmundsson, Hjalti Hafþórsson, Sandra Rún Björnsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Andrea Björnsdóttir og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir. Hafið samband við Kötlu (434-7772, 865-6171) eða Söndru (867 0250, 461 3258) vegna miðapantana.

 

Fylgist með á Facebook-síðu blótsnefndarinnar: Þorrablót Reykhólahrepps.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31