Tenglar

18. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson

Dráttarvélafimi og Læðutog á Reykhóladögum

1 af 8

Að venju var keppt í dráttarvélafimi að lokinni skrúðgöngu/akstri hátt í 30 traktora, á aldrinum 3 - 77 ára. 

Frá upphafi keppninnar hefur alltaf verið keppt á sömu vélinni, Massey Ferguson 130 sem kom ný að Kinnarstöðum og fór þaðan að Grund þegar búskapur lagðist af á Kinnarstöðum. Sá traktor er líklega 57 ára. 

 

Keppt var í karla- og kvennaflokkum, auk þess söfnuðu krakkarnir í lið sem kepptu í Læðutoginu.

Í traktorkeppninni voru úrslit þessi:

í karlaflokki kepptu 8, þar vann Páll Vignir Magnússon, sem sigraði í fyrra líka.

í kvennaflokki kepptu 5, sigurvegari var Hekla Karen Steinarsdóttir.

 

Í Læðutoginu kepptu 4 konur og 6 karlar, Elín Kristín Einarsdóttir vann kvennaflokkinn,

Eiríkur Svan Hill vann karlaflokkinn.

 

Liðin sem kepptu í Læðutoginu voru aldursskipt, sem sést aðeins á tímunum.

Þau völdu sér nöfn:

Massey Ferguson.......... 17.08 sek.

(Biggi, Arnar, Svanur, Grétar og Elmar)

 

Ásgarður....................11.55 sek.

(Títas, Lóa og Lilja)

 

Norðdahl gengið...........13.83 sek.

(Viktor, Eydís, Arnar Páll og Natalía)

 

Fallega fólkið..............9.07 sek.

(Þórgunnur, Viktoría o.fl.)

 

Prinsessurnar.............. 8.8 sek.

(Birgitta, Hildigunnur o.fl.)

 

Meðfylgjandi myndum er sumum stolið af fb. 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30