Tenglar

31. júlí 2017 | Sveinn Ragnarsson

Dráttarvélastuð

1 af 10

Hópakstur og sýning á gömlum og góðum dráttavélum er fastur liður á Reykhóladögum. Að þessu sinni voru 32 vélar sýndar, og svo bættist ein óvænt í hópinn alla leið frá Þýskalandi.

Vélarnar eru í ýmsum litum og lífgar það óneitanlega upp á hópinn.

Að sjálfsögðu var keppt í ökuleikni á franska Massey Fergusoninum frá Kinnarstöðum, sem nú á heima á Grund. Gestir eru eiginlega duglegri en heimamenn að taka þátt.

 

 Keppt var í karla- og kvennaflokki, og unnu þau Hrólfur Árni Borgarsson   - Olli á Kambi - og Rebekka Eiríksdóttir á Stað, en hún hefur unnið þessa keppni nokkrum sinnum.

 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31