Tenglar

5. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Draugar og tröll og ósköpin öll

Tröllkonan Þjóðbrók í Selárdal á Ströndum. Ljósm. Jón Jónsson.
Tröllkonan Þjóðbrók í Selárdal á Ströndum. Ljósm. Jón Jónsson.

Efnisrík þjóðtrúarkvöldvaka verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð kl. 20 annað kvöld, laugardagskvöld, og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Yfirskriftin er Draugar og tröll og ósköpin öll. Flutt verða nokkur skemmtileg og fróðleg erindi um þjóðtrú og þjóðsögur auk þess sem Íris Björg Guðbjartsdóttir á Klúku flytur eigin lög. Líka verður kynngimagnað kaffi á boðstólum.

 

Kvöldvakan er haldin í tengslum við sýninguna Álagabletti sem hefur verið uppi á sviðinu í Sævangi í eitt ár og verður áfram að minnsta kosti út næsta sumar. Þar er fjallað í máli og myndum um álagabletti, fornmannahauga og huldufólk á Ströndum.

 

Eftirtalin erindi verða flutt á þjóðtrúarkvöldvökunni:

  • Jón Jónsson, þjóðfræðingur frá Steinadal: Afturgöngur og aðrir ættbálkar drauga
  • Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir, þjóðfræðinemi á Gróustöðum: Fjársjóður og feigð í fiðurfénaði
  • Dagrún Ósk Jónsdóttir, íslensku- og þjóðfræðinemi á Kirkjubóli: Gengið í fossinn: Álög, skrímsli og vatnavættir
  • Magnús Rafnsson, forstöðumaður Þjóðfræðistofu og sagnfræðingur á Bakka: Trunt, trunt og tröllin á Ströndum

 

Frítt er inn á kvöldvökuna sjálfa en í boði verður dulmagnað kvöldkaffi á 1.500 krónur fyrir fullorðna. Einnig er frítt inn á sýningar safnsins, þar á meðal list- og sögusýninguna Álagabletti og nýja sérsýningu um Brynjólf Sæmundsson sem var héraðsráðunautur á Ströndum í meira en 40 ár, en hún var opnuð á hrútaþuklinu núna í ágúst. Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur umsjón með þjóðtrúarkvöldvökunni og er kynnir kvöldsins.

 

Myndina sem hér fylgir tók Jón Jónsson á Kirkjubóli (Jón frá Steinadal) af tröllkerlingunni Þjóðbrók þar sem hún stendur steinrunnin í Þjóðbrókargili í Selárdal á Ströndum.

 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, fstudagur 05 september kl: 21:55

Tröllskessan Þjóðbrók og ljósmyndarinn Jón á Kirkjubóli eru að líkindum ekki mjög lofthrædd. Smellið á myndina til að stækka hana.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30