Tenglar

23. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Dregið verði úr tónlist í bakgrunni talaðs máls

Frá aðalfundinum í Vogalandi.
Frá aðalfundinum í Vogalandi.

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit lýsir yfir ánægju með að farið sé að texta meira af innlendu efni í sjónvarpi RÚV, m.a. fréttir. Það kemur sér vel fyrir marga sem eru heyrnarskertir. Við viljum þó jafnframt benda á annað sem truflar verulega talað mál í sjónvarpi eða útvarpi, og það er þegar tónlist er notuð í bakgrunni talaðs máls. Við bendum á að eldri borgarar eru traustur hlustenda- og áhorfshópur hjá RÚV og hafa margir félagar okkar kvartað yfir þessu.

 

Við beinum því til útvarpsráðs og útvarpsstjóra RÚV að taka þetta til athugunar og draga verulega úr tónlist sem bakgrunni talaðs máls, enda sjáum við ekki tilganginn með því. Ef ætlast er til þess að fólk heyri talaða málið, þá er engin ástæða til að trufla það með tónlist.

 

Ofanrituð ályktun var samþykkt á aðalfundi félagsins í Vogalandi í Króksfjarðarnesi í gær.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31