Tenglar

3. febrúar 2017 | Umsjón

Dreifbýlið styrkt með skattafslætti vegna aksturs?

Langflestir vilja vinna nálægt heimili sínu, sé þess kostur, eða í innan við 5 til 15 mínútna ferðalengd. Mjög fáir eru tilbúnir að ferðast meira en 30 mínútur daglega til vinnu, jafnvel þó svo að um draumastarf væri að ræða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsóknum á ferðamynstri og vinnusóknarsvæðum, sem Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur hefur unnið fyrir hluta landsins, í samstarfi við innanríkisráðuneytið, Skipulagsstofnun og Byggðastofnun með styrk frá Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar.

 

Lilja skoðar búsetu starfsfólks á vinnustöðum til að fá hugmynd um ferðamynstur og getur út frá því skilgreint vinnusóknarsvæði. Nýlega birtust niðurstöður um norðanverða Vestfirði en Lilja hefur einnig unnið rannsóknir fyrir Austurland, Norðurland og höfuðborgarsvæðið.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig m.a.:

 

Á engu þeirra svæða sem Lilja hefur skoðað er fólk tilbúið að ferðast langt til vinnu frá heimili sínu. Vegna þessa bendir fátt til þess að vinnusóknarsvæði landshluta stækki með tilkomu jarðganga, vegalengdirnar séu enn oft það miklar.

 

„Vegna þessa þarf að spyrja hvort það ætti að leggja áherslu á að styrkja byggðirnar í staðinn fyrir að gera ráð fyrir að það séu allir tilbúnir til að ferðast lengra til vinnu,“ segir Lilja.

 

Niðurstöður rannsóknanna sýni að fólk kýs að vinna nálægt heimabyggð og þá megi velta fyrir sér hvort framtíðarstefnan eigi að vera sú að reyna að stækka atvinnusvæði og fá fólk til að ferðast meira eða hvort framtíðarstefnan eigi frekar að vera sú að reyna að styrkja fleiri byggðasvæði.

 

„Á Norðurlöndunum er notast við skattaafslátt á akstri fólks til vinnu, þegar það þarf að ferðast meira en 20 km til vinnu. Það er gert til þess að reyna að styðja við dreifðari byggðir [...] Hér sé slíkur skattaafsláttur ekki til staðar og því ljóst að það er dýrt fyrir fólk að keyra langar vegalengdir til vinnu hérlendis.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31