Tenglar

26. apríl 2019 | Sveinn Ragnarsson

Drekadagur - námskeið um sjálfsmynd

1 af 2

Nú er komið að annarri heimsókn Drekaslóðar. Hvatastöðin, Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps og Drekaslóð taka höndum saman.

Thelma Ásdísardóttir verður með opið námskeið um sjálfsmynd. Farið verður í þróun sjálfmyndar, hvernig hún skekkist auðveldlega í kjölfar ofbeldis og hvernig má byggja hana upp á nýjan leik. Námskeiðið fer fram í Flugstöðinni á Hólmavík, mánudaginn 29. apríl kl. 16:30-18:30.

Öll velkomin og enginn aðgangseyrir.

Thelma verður einnig með einstaklingsviðtöl á Hólmavík sama dag. Tímar eru allir uppbókaðir en hægt er að skrá sig á biðlista, ef eftirspurn er mikil getum við fjölgað heimsóknum.
Tímapantanir í síma: 6980802 eða á netfangið thelma@drekaslod.is

Fyrirhugað er að Thelma komi reglulega til okkar með fræðslu og viðtöl og því er hægt að fá endurtekin viðtöl. Viðtölin verða greidd af Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps en pantanir þurfa ekki að fara þar í gegn.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30