Tenglar

4. júlí 2012 |

Drög að tillögu að matsáætlun auglýst

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi. Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja leiða, þ.e. D1, H og I.

 

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur um sunnanverða Vestfirði.

 

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 7. ágúst 2012. Athugasemdir skal senda með tölvupósti til Kristjáns Kristjánssonar og Helgu Aðalgeirsdóttur eða til Vegagerðarinnar, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík.

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius fyrrv.sveitarstjóri Reykhólahrepps, fimmtudagur 05 jl kl: 10:52

Ég man að Þórður í Árbæ sagði við mig fyrir mörgum árum að hann botnaði ekkert í því hvers vegna Vegagerðin færi ekki með veginn út með Þorskafirði að austanverðu í stað þess að fara út með Þorskafirði að vestanverðu og ryðjast þar með í gegnum Teigsskóg. Nú virðist Vegagerðin loks vera farin að taka mark á Þórði.

Ingi B Jónasson, fimmtudagur 05 jl kl: 22:08

nú er bara að hamra á leið I og fá veg til Reykhóla það þýðir mikið fyrir Reykhóla að fá samband við leiðina vestur og hringvegur kringum Reykhólafjall yrði góð leið fyrir ferðamenn á leið vestur eða suður og með góðri þjónustu fyrir ferðamenn á Reykhólum yrði mikill hagnaður fyrir þá sem stunda í dag ferðamannaaðstöðu og matvöruverslunin sem er í dag mjög góð hefði mikla möguleika til að eflast ,hreppurinn gæti haft góðar tekjur af ferðaiðnaði ef rétt væri haldið á málum ,eflum Reykhólahrepp þar er mikið af ungu fólki sem þarf að fá tækifæri til að starfa í sinni heimabygð eftir skólagöngu ,gefum þessu unga fólki tækifæri og skilum byggðarlaginu betra til næstu kynslóðar .

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31