Drög að tillögu að matsáætlun auglýst
Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi. Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja leiða, þ.e. D1, H og I.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur um sunnanverða Vestfirði.
Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 7. ágúst 2012. Athugasemdir skal senda með tölvupósti til Kristjáns Kristjánssonar og Helgu Aðalgeirsdóttur eða til Vegagerðarinnar, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík.
Einar Örn Thorlacius fyrrv.sveitarstjóri Reykhólahrepps, fimmtudagur 05 jl kl: 10:52
Ég man að Þórður í Árbæ sagði við mig fyrir mörgum árum að hann botnaði ekkert í því hvers vegna Vegagerðin færi ekki með veginn út með Þorskafirði að austanverðu í stað þess að fara út með Þorskafirði að vestanverðu og ryðjast þar með í gegnum Teigsskóg. Nú virðist Vegagerðin loks vera farin að taka mark á Þórði.