Tenglar

28. nóvember 2018 | Sveinn Ragnarsson

Drög að tillögu að matsáætlun vegna vindorkugarðs

Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun vegna vindorkugarðs í Garpsdal, Reykhólasveit.


Hafið er mat á umhverfisáhrifum á allt að 130 MW vindorkugarði í Garpsdal, Reykhólasveit. 

EM Orka er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti.   

Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og fjallað umþá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Einnig er greint frá því hvaða gögn eru fyrir hendi og verða nýtt við matið og hvaða athuganir er fyrirhugað að ráðast í sérstaklega í tengslum við mat á umhverfisáhrifum.

Öllum er frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netföngin: rr@emp.group og rb@mannvit.is.

 

EM Orka

Pósthólf 48

172 Seltjarnarnesi

 

Frestur til að gera athugasemdir er til 14. desember 2018.

 

Drög að tillögu að matsáætlun má nálgast hér

   

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30