Tenglar

4. júní 2016 |

Dróninn fylgdi húsbónda sínum niður á ruslasvæði

Dróninn virðir gaumgæfilega fyrir sér manninn sem tók myndirnar.
Dróninn virðir gaumgæfilega fyrir sér manninn sem tók myndirnar.
1 af 2

Eins og einhverjir hafa orðið varir við er Reynir kaupmaður í Hólabúð kominn með dróna, sem hann hefur verið að prófa sig áfram með bæði í gær og í dag. Tækið er kínversk framleiðsla af gerðinni DJI Phantom 4 með myndavél (bæði kyrrmyndir og myndskeið) og hljóðnema. Einfalt er að láta tökuvélina senda beint inn á netið þannig að hægt er að sjá í beinni útsendingu það sem hún sér, til dæmis gegnum Facebook. Drónanum er stjórnað með snertiskjá og stýripinnum og jafnframt er hægt að láta hann fylgja húsbónda sínum í ákveðinni hæð og fjarlægð án frekari stýringar.

 

Þannig skrapp Reynir niður á ruslasvæði í morgun og dróninn fylgdi bílnum fram og til baka eins og tryggur hundur. Tækið sér hindranir á leið sinni og sneiðir hjá þeim, annars hefði verið hætta á árekstri við ljósastaura eða kirkjuturninn í ferðinni með ruslið.

 

Dróninn er eldsnöggur í viðbrögðum, getur þotið fram og aftur og hringsnúist og snöggstansað eða rokið beint upp í loftið á rúmlega 20 km hraða. Hann nær yfir 70 km flughraða og getur líka haldist grafkyrr á sama punktinum, jafnvel í stífum vindi.

 

Heildarþyngdin er 1.380 grömm með rafhlöðunni (lithium polymer, sams konar og t.d. í farsímum) og loftskrúfunum fjórum, sem eru úr plasti. Þar af er þyngdin á rafhlöðunni þriðjungurinn eða 462 grömm. Hleðslan dugar fyrir allt að 28 mínútna flugtíma. Hljóðið er svipað og í randaflugu af stærri sortinni.

 

Þegar dróninn fór í reynsluflug fyrir hádegið í dag mætti hann Kvennahlaupshópi sem var að koma upp Hellisbraut. Þá var hann með beina útsendingu gegnum Facebooksíðu Hólabúðar, sem jafnframt má sjá hér. Myndirnar af drónanum sem hér fylgja, þar sem hann er að sýna sig gestum í sólskininu á pallinum framan við búðina, voru hins vegar teknar núna síðdegis.

 

DJI Phantom 4 – The sexiest drone that DJI ever designed

 

Fyrir nörda: Tæknilegar upplýsingar af öllu tagi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31