Tenglar

11. apríl 2017 | Sveinn Ragnarsson

DuPont eignast meirihluta í Þörungaverksmiðjunni

Banda­ríska stór­fyr­ir­tækið DuPont hef­ur keypt heilsu­vöru­fram­leiðslu banda­ríska fyr­ir­tæk­is­ins FMC Corporati­on og þar á meðal meiri­hlut­ann í Þör­unga­verk­smiðjunni hf. á Reyk­hól­um.

 

Magnús Helga­son, sem sit­ur í stjórn þör­unga­verk­smiðjunn­ar, seg­ir að ekki sé reiknað með að þessi viðskipti hafi áhrif á starf­semi verk­smiðjunn­ar.

 

Viðskipt­in tengj­ast samruna fyr­ir­tækj­anna DuPont og Dow Chemicals, sem til­kynnt var um árið 2015 og á koma til fram­kvæmda á síðari hluta þessa árs. DuPont hef­ur nú selt hluta af efna­fram­leiðslu sinni til FMC og keypt á móti heilsu­vöru­fram­leiðsluna.

 

FMC Corporati­on er skráð fyr­ir 71,6% hluta­fjár í Þör­unga­verk­smiðjunni hf., Byggðastofn­un á 27,7% hlut og aðrir hlut­haf­ar eru um 70.

 

Magnús, sem sit­ur í stjórn verk­smiðjunn­ar fyr­ir hönd Byggðastofn­un­ar, seg­ir að þeim skilj­ist að DuPont muni nýta sér það hrá­efni, sem fram­leitt er á Reyk­hól­um og því sé ekki gert ráð fyr­ir öðru en starf­semi þar verði með sama hætti og verið hef­ur.

 

Klóþang og hrossaþari

Þör­unga­verk­smiðjan fram­leiðir mjöl úr klóþangi og hrossaþara úr Breiðafirði. Fram kem­ur á heimasíðu verk­smiðjunn­ar, að meira en 95% af fram­leiðslunni sé til út­flutn­ings og helstu markaðir séu Skot­land, Banda­rík­in, Bret­land, Nor­eg­ur, Hol­land, Þýska­land, Frakk­land, Jap­an og Taív­an.

 

Mjölið hafi mjög góða bindieig­in­leika vegna mik­ils inni­halds svo­kallaðra gúmmíefna í mjöl­inu. Það sé fram­leitt að miklu leyti fyr­ir fyr­ir­tæki sem áfram­vinni efnið til að ein­angra gúmmíefn­in til áfram­vinnslu í ým­is­kon­ar iðnaði, svo sem mat­væla-, snyrti­vöru-, lyfja- og textiliðnaði. Öll fram­leiðsla Þör­unga­verk­smiðjunn­ar hef­ur líf­ræna vott­un og grund­vall­ast meðal ann­ars á sjálf­bærri nýt­ingu á þangi og þara úr Breiðafirði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31