Tenglar

9. mars 2022 | Sveinn Ragnarsson

Dugleg skíðakona

Elísa Rún í Strandagöngunni 2020, mynd fb.
Elísa Rún í Strandagöngunni 2020, mynd fb.

 Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður í blaðinu Skessuhorni. Þar leggja þau 10 spurningar fyrir íþróttafólk úr alls konar íþróttum, á öllum aldri á Vesturlandi.

Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er gönguskíðakonan Elísa Rún úr Reykhólasveit.

 

Nafn: Elísa Rún Vilbergsdóttir.

 

Fjölskylduhagir? Ég á heima á sveitabæ með mömmu, pabba og tveimur systrum mínum. Amma mín og afi búa líka í næsta húsi.

 

Hver eru þín helstu áhugamál? Teikna/mála og ljósmyndun.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég vakna og fer í skólann, borða morgunmatinn í skólanum. Eftir skóla kem ég heim, klæði mig í skíðafötin og fer á æfingu. Það tekur sirka 45 mínútur að keyra þangað og æfingin tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Þegar ég kem heim fæ ég mér kvöldmat, læri og fer að sofa.

 

Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Kosturinn minn er að ég er dugleg að ná markmiðum mínum, en ég get stundum verið óþolinmóð.

 

Hversu oft æfir þú í viku? Þrisvar til fjórum sinnum.

 

Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Raggi þjálfarinn minn.

 

Af hverju valdir þú gönguskíði? Af því að frændi minn var á skíðum, ég prufaði og fannst það gaman og hélt áfram.

 

Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Pabbi minn.

 

Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Veðrið getur verið mjög leiðinlegt og kalt, en félagsskapurinn er skemmtilegur og mikill stuðningur frá liðsfélögum mínum.

 

 

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31