Dynjandisheiðarvegur 50 ára - samkoma á heiðinni
Dagskrá verður send út síðar, svo og frekari tilkynningar.
Hópurinn nýtur stuðnings sveitarfélaga og ýmissa samtaka á Vestfjörðum.
Talsmenn hópsins sem veita frekari upplýsingar um málið eru:
- Sigmundur Þórðarson, Þingeyri, vasasími 863 4235.
- Magnús Ólafs Hansson, Patreksfirði, vasasími 868 1934.
Á vefnum vegur.is er eftirfarandi texta að finna:
Gerð vegar um Dynjandisheiði lauk 1959. Með vegarlagningunni var lítt hugsað um snjóalög því ekki var gert ráð fyrir vetrarnotkun. Vegurinn fer mest í um 500 metra hæð við sýslumörk á hinni eiginlegu Dynjandisheiði og í 468 metra í Helluskarði. Á milli er vegurinn lægri og fer í 300 metra hæð þar sem lægst er í Trölladölum. Heiðin er mjög löng, t.d. eru 12 km úr Helluskarði norður á sýslumörk á háheiðinni. Á löngum köflum liggur vegurinn um mishæðótt landslag. Vegurinn er missnjóþungur eftir köflum.
Það sem lokast gjarnan fyrst á haustin eru sneiðingarnir upp úr Arnarfirðinum, bæði efst í Dynjandisdal og upp úr Afréttisdalnum. Einnig getur lokast fljótt í sneiðingi undir Botnshestinum. Á vorin er mikið um stórar fannir uppi á heiðinni en minni snjór á milli. Vonlítið er að halda núverandi vegi opnum. Ekki eru snjóflóð þekkt uppi á heiðinni en þau koma hins vegar í sneiðinginn upp úr Dynjandisdalnum. Sjálfsagt geta komið smásnjóflóð í sneiðinginn upp úr Vatnsfirði og undir Botnshestinum.